Forsíða

Samkeppni um ljósaverk  fyrir Vetrarhátíð 2021

 

Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs  standa fyrir samkeppni um þrjú ljósaverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða  valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar​.  Ljósverkasamkeppnin er opin öllum hönnuðum, arkitektum, myndlistarfólki, tónlistarfólki, ljósafólki, tölvunarfræðingum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn, hönnun og list í einhverju formi.  Hvatt er til samstarfs milli ólíkra greina. Kostur er ef verkið felur í sér  gagnvirkni sem kallar á þátttöku borgaranna. Undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja  verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar og eru ein verðlaun eyrnamerkt vörpun á  stafrænu verki á Hallgrímskirkju, en önnur verk má framkvæma hvar sem er í  borgarlandinu. 


Óskað er eftir hugmynd að staðsetningu og kostnaðaráætlun við framkvæmd.

Þrenn verðlaun eru í boði

Fyrstu verðlaun = 1.000.000 kr

Önnur verðlaun  =   500.000 kr

Þriðju verðlaun =     300.000 kr

 

Frestur til þátttöku rennur út mánudaginn 14.desember 2020. Allar nánari upplýsingar um samkeppnina eru á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs – honnunarmidstod.is