Vetrarhátíð 2022 var vel sótt um helgina. Fjöldinn allur af fólki lagði leið sína í miðborgina til að skoða ljósaslóðina sem þar gaf að líta.Við þökkum öllum þeim listamönnum sem komu þar að og þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína um borgina og skoðuðu ljóslistaverk hátíðarinnar fyrir komuna og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári, dagana 2. - 5. febrúar 2023.